Prjónastund í Bankanum

Prjónastund í Bankanum

Verð
13.500 kr
Útsöluverð
13.500 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

ATH: Lokað verður fyrir skráningu kl. 22:00 að kvöldi 3.september

Laugardaginn 7.september nk. verður ofurhugguleg prjónastund í Bankanum á Selfossi (gamla Landsbankahúsinu).
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:00 og stendur til kl. 18:30.

Morgunhressing, hádegisverður og síðdegiskaffi frá Fröken Selfoss er innifalið í verðinu (val er um vegan hádegisverð fyrir þá sem það vilja), auk skemmtilegs félagsskapar og viðburða. 
Pop-up markaður verður yfir miðjan daginn þar sem nokkrir áhugaverðir söluaðilar verða með alls kyns vörur og lostæti, og ýmis tilboð verða fyrir þátttakendur hjá þjónustuaðilum í Miðbænum.

Takmarkað pláss í boði, tryggið ykkur sæti sem fyrst 🧡

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu færðu sent skjal með nánari upplýsingum um viðburðinn.

Athugið að mikilvægt er að senda okkur skilaboð og láta vita hvort þú velur kjötmáltíðina eða vegan réttinn í hádegisverð.

 

Endurgreiðsluskilmálar:

Fram til miðnættis að kvöldi 3.september fæst full endurgreiðsla.
Ef afbókað er 4.september fást 6.750 kr endurgreiddar en engin endurgreiðsla ef afbókað er eftir það.