Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður með útaukningum í laska. Gerðar eru stuttar umferðir við hálsmál til að hækka bakstykkið.
Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolur er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi.
STÆRÐIR
XXS – XS – S – M – L – XL – 2XL – 3XL
UMMÁL BOLS
94 – 101 – 104 – 109 – 113 – 118 – 123 - 128 cm
GARN
1 þráður af Eco Baby Brushed (50 gr=200 m) ásamt 1 þræði af My Time Merino (50 gr=230 m) frá Gabo Wool, sem fæst hjá vetrargarn.is
200 – 200 – 200 – 250 – 250 – 300 – 350 – 350 gr. af hvorum þræði
Hægt er að velja grófara garn og nota þá aðeins einn þráð, t.d. Spuna eða Léttlopa frá Ístex o.s.frv. svo lengi sem garnið er með sömu prjónfestu og gefin er upp í þessari uppskrift.
PRJÓNAR
Hringprjónar # 4,0 og 5,0 (40 og 60/80 cm)
Sokkaprjónar # 4,0 og 5,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm á prjóna # 5,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Hjálparband eða nælur
Skæri, nál