BAX samfella
BAX samfella
BAX samfella
BAX samfella
BAX samfella
  • Load image into Gallery viewer, BAX samfella
  • Load image into Gallery viewer, BAX samfella
  • Load image into Gallery viewer, BAX samfella
  • Load image into Gallery viewer, BAX samfella
  • Load image into Gallery viewer, BAX samfella

BAX samfella

Verð
1.050 kr
Útsöluverð
1.050 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Þessi samfella er með sama fallega mynstrinu og aðrar uppskriftir í BAX-línunni.

Prjónuð úr 100% merinoull sem ekki hefur verið superwash meðhöndluð gerir hana að fallegri og góðri flík sem heldur hita á litla unganum á fyrstu mánuðunum.

Samfellan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í mynstrinu á berustykki og opnu hálsmáli í baki. Styttri umferðir eru neðst á bakstykki svo pláss sé fyrir bleiurassinn. Þegar kemur að skálmaopi er stykkinu skipt og fram- og bakstykki prjónuð hvort í sínu lagi, fram og til baka. Ermar eru prjónaðar ofan frá og að lokum eru teknar upp lykkjur við skálmaop til að gera stroff og tölur festar á klofstykki.

Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef þú notar aðra tegund þá gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, og einnig ef þín prjónfesta er önnur.

*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Bax línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum BAX***

STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 12-18 mán

UMMÁL BOLS
47 / 50 / 54 / 56 / 58 / 60 cm

GARN
My Time Merino frá Gabo Wool (fæst hjá vetrargarn.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
100, 100, 100, 150, 150, 150 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
Heklunál # 2,5

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU  PRJÓNI
28 L = 10 cm á prjóna # 3,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki

Hjálparband eða -nælu
4 tölur
Skæri, nál