BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt
BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt
BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt
  • Load image into Gallery viewer, BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt
  • Load image into Gallery viewer, BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt
  • Load image into Gallery viewer, BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt

BAX ungbarnapeysa, hliðarhneppt

Verð
990 kr
Útsöluverð
990 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Þessi peysa er með sama fallega mynstrinu og aðrar uppskriftir í BAX-línunni.
Hún er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningum í mynstrinu á berustykki og er opin á hlið. Tölulistar eru prjónaðir jafnóðum og ermarnar eru prjónaðar í lokin, einnig ofan frá.

Katrín Ragna, ofurprufuprjónari var lengi búin að skjóta að mér að gera ungbarnapeysu með Bax-mynstrinu og nú var rétti tíminn. 😊
Hún vildi hafa hana með hliðaropnun og að sjálfsögðu fær hún það sem hún biður um. ❤

Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef þú notar aðra tegund þá gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, og einnig ef þín prjónfesta er önnur.

*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Bax línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum BAX***

STÆRÐIR
0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 12-18 mán

UMMÁL
48 / 50 / 52 / 55 / 57 cm

GARN
Woolly light frá Jord Clothing (fæst hér: https://www.frostknit.is/product-category/garn/woolly-light/)
100, 100, 100, 150, 150 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Hringprjónn, # 2,5 og 3,0 (lengd valfrjáls)
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU  PRJÓNI
28 L = 10 cm á prjóna # 3,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Hjálparband eða nælu
6-8 tölur
Skæri, nál