Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningum í laska. Mynstrið er prjónað niður allan bolinn bæði á fram- og bakstykkjum en ermarnar eru sléttar.
Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolur er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi. Tölulistar eru prjónaðir eftir á.
*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Berg línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum BERG***
STÆRÐIR
6-12 mán / 1 árs / 2 ára / 3 ára / 4 ára / 5 ára / 6 ára / 7 ára / 8 ára
UMMÁL
53 / 58 / 60 / 65 / 66 / 67 / 69 / 71 / 73 cm
GARN
Bamboo Wool frá Iceware garn (50 gr. = 100 metrar) eða það garn sem passar prjónafestunni.
150, 200, 200, 300, 300, 350, 350, 400, 400 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónn 40-60 cm, # 3,5 og 4,0
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Hjálparband eða næla
6-8 tölur
Skæri, nál