Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningum í laska. Mynstrið er prjónað niður allan bolinn bæði á fram- og bakstykkjum en ermarnar eru sléttar.
Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolur er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi. Tölulistar eru prjónaðir eftir á.
*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Berg línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum BERG***
STÆRÐIR
0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán
UMMÁL BOLS
46 / 51 / 54 / 57 cm
GARN
My Time Merino frá Gabo Wool (fæst hjá vetrargarn.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
100, 100, 150, 150 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar 40 eða 60 cm, # 2,5 og 3,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
6-8 tölur
Hjálparband eða næla
Skæri, nál