Peysan er með sniði sem á ensku er kallað „negative ease“. Henni er ætlað að vera lausri yfir brjóstin þegar hún er höfð óhneppt og því mæli ég með því að þú prjónir næstu stærð fyrir neðan þitt eigið brjóstmál (sjá viðmið í töflunni hér að neðan) eða jafnvel þar næstu ef þú velur að hafa hana þéttari. Ég er sjálf 102 cm yfir brjóstin og mín peysa er í stærð M.
Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningum í mynstrinu á berustykki. Tölulistar eru prjónaðir jafnóðum. Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolur er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi.
*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Bax línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum BAX***
STÆRÐIR
XS – S – M – L – XL – XXL - XXXL
UMMÁL BOLS (þegar peysan er höfð lokuð og hneppt).
86 – 90 – 97 – 104 – 110 – 117 – 129 cm
Veldu næstu stærð fyrir neðan þitt eigið brjóstmál
GARN
Fluffy frá Jord Clothing (fæst á frostknit.is)
Ég mæli með ljósum tónum því mynstrið nýtur sín betur í þeim heldur en þeim dökku í Fluffy garninu.
300, 350, 350, 400, 450, 450, 500 gr.
900 – 975 – 1050 – 1150 – 1250 – 1300 – 1500 metrar
Einnig er hægt að nota saman 1 þráð Woolly Light og 1 þráð Mohair frá Jord Clothing og númeri stærri prjóna til að fá rétta prjónfestu.
Magn miðast við þá sídd sem gefin er upp í uppskriftinni. Veljir þú að gera peysuna síðari þarf meira magn.
PRJÓNAR
Hringprjónar nr. 4,0 og 5,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar nr. 4,0 og 5,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkrar tölur
Hjálparband eða næla
Skæri, nál