Kjóllinn er „spin-off“ frá Emilíu samfellukjólnum og er með sama mynstri í pilsinu og eru í honum og skírnarkjólnum.
Hann er prjónaður ofan frá og niður með útaukningum í laska og opnu hálsmáli í baki. Ermar eru prjónaðar ofan frá.
STÆRÐIR
Nýburar / 1-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán
UMMÁL BOLS (mælt fyrir ofan pils)
43 / 46 / 50 / 54 cm
SÍDD Á PILSI
18 / 21 / 25 / 28 cm
HEILDARLENGD FRÁ UPPFITI AÐ AFFELLINGU
31 / 34 / 36 / 39 cm
GARN
Woolly Light frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
100, 100, 100, 150 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40-60 cm nr. 3,0
Sokkaprjónar nr. 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm á prjóna nr. 3,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Hjálparband eða -næla
Skæri, nál
Silkiborði ef vill