Þessi peysa er með fallegu mynstri í berustykkinu en slétt að öðru leyti.
Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður með útaukningum á berustykki.
Mynstrið kallast „Mock Honeycomb stitch“ og er afar einfalt og fljótlegt að prjóna.
Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef prjónfesta þín er önnur gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, og einnig ef þú notar aðra garntegund.
STÆRÐIR
3-6 mán / 6-9 mán / 1 árs / 2 ára / 3 ára / 4 ára / 5 ára /6 ára
UMMÁL BOLS
50 / 54 / 59 / 61 / 63 / 65 / 67 / 70 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
150, 200, 200, 200, 250, 250, 300, 300 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 3,5 og 4,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál