Þessi galli er með einföldu og fallegu mynstri á berustykkinu og passar vel með öðrum flíkum úr Flóka línunni.
Gallinn er prjónaður ofan frá og niður með útaukningum á berustykki. Hann er prjónaður fram og til baka þar til kemur að klofstykki en þá er tengt í hring. Skálmar eru prjónaðar hvor í sínu lagi og ermar einnig. Í lokin eru teknar upp lykkjur í kantinum til að gera tölulista og hann svo festur niður að neðanverðu.
Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef prjónfesta þín er önnur gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, og einnig ef þú notar aðra garntegund.
*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Flóka línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum FLÓKI***
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 12-18 mán
UMMÁL
45 / 47 / 49 / 53 / 54 / 58 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is)
150, 200, 200, 250, 300, 300, gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm #3,5 og # 4,0
Sokkaprjónar #3,5 og #4,0
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Nokkrar tölur
Skæri, nál
Hjálparband eða -nælur
Myndir af hvíta gallanum @Karen Sif