Þessi húfa er með einföldu og fallegu mynstri eins og hinar Flóka uppskriftirnar
Kjusan er prjónuð með mynstri fram og til baka til að byrja með, en áður en kemur að úrtöku í kolli þá er tengt í hring. Bönd eru prjónuð síðast..
*** Ef 3 eða fleiri uppskriftir í Flóka línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum FLÓKI***
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 12-18 mán
UMMÁL
28 / 30 / 33 / 33 / 35 / 35 cm
GARN
Fine Merino frá Gabo Wool (fæst hjá vetrargarn.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
50, 50, 50, 50, 100, 100, gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 3,5 og 4,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 3,0 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál