Flöskuhaldarinn / Fanney Knits

Flöskuhaldarinn / Fanney Knits

Verð
750 kr
Útsöluverð
750 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Flöskuhaldarinn er fyrir 750ml léttvínsflösku.
Flöskuhaldarinn er prjónaður neðan frá og upp.
Það er tilvalið að nota lopa afgangana í þetta litla og skemmtilega verkefni.
Þetta er hin fullkomna gjöf fyrir þann sem á allt og vantar ekkert!

GARN
Léttlopi frá Ístex eða það garn sem passar prjónfestunni.

Aðallitur: u.þ.b. 15gr

Mynsturlitur 1: u.þ.b. 10gr

Mynsturlitur 2: u.þ.b. 10gr

Athugið að ef annað garn er valið gæti það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess að magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Sokkaprjónar nr. 4,5 eða hringprjónn 80cm nr. 4,5 með magic loop aðferðinni.
Ath. að sannreyna prjónfestu og breyta um prjónastærð ef þarf.

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm

ANNAÐ
Hjálparband eða næla
Skæri, nál

 

Hönnuður: Fanney Rún Ágústsdóttir
Dreifing og fjölföldun bönnuð
Nóvember 2023