Gauravesti
Gauravesti
Gauravesti
  • Load image into Gallery viewer, Gauravesti
  • Load image into Gallery viewer, Gauravesti
  • Load image into Gallery viewer, Gauravesti

Gauravesti

Verð
1.050 kr
Útsöluverð
1.050 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Fanneyju langaði til að fá fallegt og sparilegt vesti á Matthías. Þá var lítið annað að gera fyrir ömmuna en að búa til eitt slíkt.

Vestið er prjónað ofanfrá og niður, slétt á baki en með kaðlamynstri á framstykki. Fyrst er bakstykkið prjónað fram og til baka og svo hvor hluti framstykkis fyrir sig, þar til öll stykki eru sameinuð við handarkrika og tengt er í hring.

Kantar við handveg og háls eru prjónuð síðust.

STÆRÐIR
9-18 mán / 2-3 ára /4-5 ára / 6-7 ára / 8-9 ára / 10-11 ára

GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
150 / 200 / 200 / 250 / 250 / 300 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm nr. 3,5 og 4,0
Sokkaprjónar nr. 3,5 

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU  PRJÓNI *
22 L = 10 cm á prj. nr.4

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Hjálparprjónn/kaðlaprjónn
Skæri, nál