Gleym mér ei - Teppi fyrir englabörn

Gleym mér ei - Teppi fyrir englabörn

Verð
0 kr
Útsöluverð
0 kr
Verð
0 kr
Uppselt
Einingaverð
per 

Samvinnuverkefni Litla prins & Gleym mér ei styrktarfélags

GLEYM MÉR EI STYRKTARFÉLAG er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.

Uppskriftin af teppinu er gefin upp fyrir tvennskonar grófleika af garni; annars vegar fínt garn á prjóna nr. 3,0 og hins vegar milligróft garn á prjóna nr. 4,0. Feitletraðar tölur í uppskriftinni eiga við um grófara garnið.

Teppið er prjónað fram og til baka á hringprjón.

Við viljum að öll teppin séu gerð í pörum svo að annað þeirra geti fylgt barninu og hitt farið heim með foreldrum.
Tekið er við teppunum hjá Gleym mér ei Styrktarfélagi, Lífsgæðasetrinu, Suðurgötu 41, Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

ALDUR
12-21 vikna / 22-30 vikna / 31-40 vikna 

STÆRÐIR (lengd og breidd u.þ.b.)
25*35 / 35*45 / 45*60 cm

GARN
Sandnes Lanett / Sandnes Merinoull eða sambærilegt.
Veljið mjúkt, náttúrlegt garn (ekki gerviefni, ekki loðið). Best að nota ljósa, hlutlausa liti.

50, 100, 100 / 50-60, 100, 150 gr

PRJÓNAR
Hringprjónn 40-60 cm nr 3,0 / 4,0

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál