Húfan er prjónuð í hring á sokkaprjóna eða hringprjón. Gert er ráð fyrir eyrnaskjólum á minnstu stærðinni.
*** Ef Göngur peysa og Göngur húfa eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum GÖNGUR***
STÆRÐIR
6-12 mán, 1-3 ára, 4-7 ára
UMMÁL
Ca 32, 36, 38 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is)
50, 100, 100 gr.
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
PRJÓNAR
Hring- og sokkaprjónar nr. 3,5 og 4,0
Hafa þarf saumnál við höndina til að ganga frá endum.
Fallegur dúskur setur svo punktinn yfir i-ið