Þessi peysa er með sama einfalda og fallega kassamynstrinu og er í öðrum Hauks uppskriftum.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Ermalykkjur eru geymdar á hjálparbandi á meðan bolur er prjónaður, og ermarnar eru svo prjónaðar ofan frá. Tölulisti er prjónaður í lokin.
Uppskriftin er gefin upp fyrir tvennskonar grófleika af garni; annars vegar fínt garn á prjóna nr. 3,0 og hins vegar milli gróft garn á prjóna nr. 4,0. Feitletraðar tölur í uppskriftinni eiga við um grófara garnið.
*** Ef 2 eða fleiri uppskriftir í Haukur línunni eru keyptar saman reiknast 10% afsláttur við greiðslu með afsláttakóðanum HAUKUR*** Gildir ekki með öðrum tilboðum
STÆRÐIR
Nýburar /1-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán
9-12 mán / 1 árs / 2 ára / 3 ára / 4 ára / 5 ára
UMMÁL BOLS
43 / 46 / 49 / 52 cm
53 / 57 / 57 / 60 / 60 / 64 cm
GARN
Lana Gatto Baby Soft eða Mini Soft (50gr=170 mtr) 100, 150, 150, 200 gr (í minni stærðirnar)
Lana Gatto Feeling (50 gr=140 mtr) 150, 200, 200, 200, 250, 300 gr (í stærri stærðirnar)
eða það garn sem passar prjónafestunni.
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm (eða 60 cm) # 2,5 og 3,0 / 3,5 og 4,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0 / 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm
23 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki / Hjálparband eða nælur
Skæri, nál / Ca 5-8 tölur