Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður með einföldu mynstri og stuttum umferðum á baki til að pláss sé fyrir bleiurassinn. Skálmar og sokkar eru prjónaðar hvor í sínu lagi og að lokum er lykkjað saman í klofi. Hællinn er sk. totuhæll eða ömmuhæll (e. Afterthought heel).
Gert er ráð fyrir að teygja sé sett í strenginn í mittið en henni má skipta út fyrir snúru ef vill, eða jafnvel sleppa alveg á minnstu stærðunum.
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-12 mán / 12-18 mán / 18-24 mán / 2-3 ára
UMMÁL
37 / 40 / 46 / 51 / 54 / 57 / 59 cm
GARN
Woolly light eða það garn sem passar prjónafestunni.
50 / 100 / 100 / 100 / 100 / 150 / 150 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Teygja í mittið, 1-1,5 cm breið.
Nokkur prjónamerki
Skæri, nál
Hjálparband og/eða nælur