Peysunni er ætlað að vera „oversize“ í sniðinu þannig að hún er nokkuð víð. Uppgefið ummál sýnir stærð flíkurinnar.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í berustykki. Hálslíning er tvöföld þó hægt sé að hafa hana einfalda ef þess er fremur óskað.
Mynstrið er prjónað niður allan bolinn og ermar.
Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolur er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi.
STÆRÐIR
1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8-10, 11-13 ára
UMMÁL BOLS
62, 65, 69, 71, 73, 76, 80, 84, 88 cm
GARN
Lana Gatto Supersoft (50 gr = 125 mtr) eða annað sem passar prjónafestunni.
200, 250, 250, 300, 350, 350, 400, 400, 450, gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar # 3,5 og 4,0 (40-60 cm)
(sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Hjálparband eða næla
Skæri, nál