Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og tilbaka til að byrja með en svo í hring. Munstur er á bol en annars er peysan með sléttu prjóni.
STÆRÐIR
9-12 mán / 1 árs / 2 ára / 3 ára / 4 ára / 5 ára / 6 ára / 7 ára
UMMÁL
55 / 59 / 59 / 60 / 64 / 68 / 68 / 73 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
150, 200, 200, 250, 300, 300, 350, 350 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar nr. 3,5 og 4,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar nr. 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
2 tölur
Skæri, nál
Þessi peysa er hluti af uppskriftalínu sem varð til sem heimferðarsett fyrsta barnabarnsins míns, sem sónarinn hafði sagt að væri stúlka. Þegar barnið fæddist kom hins vegar í ljós að stúlkan var hinn myndarlegasti drengur, sem nokkrum dögum síðar fékk nafnið Matthías Haukur.