Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, fram og tilbaka til að byrja með en svo í hring. Aukið er ríflega út áður en mynstrið á pilsinu er prjónað. Ermarnar eru í kvartsídd, en þó má auðvitað hafa þær styttri eða lengri eftir því sem hver og einn vill.
STÆRÐIR
1-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán, 9-12 mán
2, 3, 4-5, 6-7, 8 ára
UMMÁL
44, 49, 53, 56 cm
60, 63, 65, 68, 71 cm
GARN
Woolly light- 150, 150, 150, 200 gr (fæst hjá frostknit.is)
BC Semilla GOTS - 200, 250, 250, 300, 350 gr (fæst hjá Meme knittning)
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar ef prjónfestan er önnur auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm nr 2,5 og 3,0 / Sokkaprjónar nr 2,5 og 3,0
Hringprjónar, 40 og 60 cm nr 3,0 og 3,5 / Sokkaprjónar nr 3,0 og 3,5
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm á prjóna 3,0
22 L = 10 cm á prjóna 3,5
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki / 1 tala / Skæri, nál
Þessi kjóll er hluti af uppskriftalínu sem varð til sem heimferðarsett fyrsta barnabarnsins míns, sem sónarinn hafði sagt að væri stúlka. Þegar barnið fæddist kom hins vegar í ljós að stúlkan var hinn myndarlegasti drengur, sem nokkrum dögum síðar fékk nafnið Matthías Haukur.