Óvænt - kjusa
Óvænt - kjusa
Óvænt - kjusa
Óvænt - kjusa
Óvænt - kjusa
  • Load image into Gallery viewer, Óvænt - kjusa
  • Load image into Gallery viewer, Óvænt - kjusa
  • Load image into Gallery viewer, Óvænt - kjusa
  • Load image into Gallery viewer, Óvænt - kjusa
  • Load image into Gallery viewer, Óvænt - kjusa

Óvænt - kjusa

Verð
790 kr
Útsöluverð
790 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Kjusan er fyrst prjónuð fram og tilbaka en svo er tengt í hring. Mynstur er prjónað alla leið allt þar til kemur að úrtöku aftan á kollinum.


STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán

UMMÁL
29, 31, 35, 37 cm

GARN
Woolly light (fæst hjá fronsknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
50 gr. í öllum stærðum

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Hringprjónar, lengd valfrjáls nr 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar nr 2,5 og 3,0

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU  PRJÓNI
28 L = 10 cm

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Skæri, nál

Þessi húfa er hluti af uppskriftalínu sem varð til sem heimferðarsett fyrsta barnabarnsins míns, sem sónarinn hafði sagt að væri stúlka. Þegar barnið fæddist kom hins vegar í ljós að stúlkan var hinn myndarlegasti drengur, sem nokkrum dögum síðar fékk nafnið Matthías Haukur.