Prjónadagur í Skíðaskálanum

Prjónadagur í Skíðaskálanum

Verð
14.900 kr
Útsöluverð
14.900 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 

Lokað verður fyrir skráningu að kvöldi 24.apríl

Laugardaginn 26.apríl nk. verður ofurhuggulegur prjónadagur í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00.

Salurinn sem við verðum í er á 2.hæð hússins. Salerning eru á 1.hæð.
Vinsamlegast athugið að engin lyfta er í húsinu.

Morgunverðarhlaðborð, hádegisverður og síðdegiskaffi er innifalið í verðinu, auk skemmtilegs félagsskapar og ýmissa viðburða. Við fáum m.a. kynningar frá handverksfólki og Pop-up markaðurinn verður á sínum stað eftir hádegið. Við höfum fengið afar veglega happdrættisvinninga og svo verða allir þátttakendur leystir út með fallegum gjafapokum í lok dags.

Takmarkað pláss í boði, tryggið ykkur sæti sem fyrst 🧡

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu færðu sent skjal með nánari upplýsingum um viðburðinn.

 

Endurgreiðsluskilmálar:

Eingöngu er tekið við afbókunum sem berast með tölvupósti á steinunn@litliprins.is 

Fram til miðnættis að kvöldi 20. apríl fæst full endurgreiðsla.
Ef afbókað er 21.-23.apríl er helmingur miðaverðs endurgreiddur, en engin endurgreiðsla ef afbókað er eftir það.