Þessi er algjört æði 🤎
Samfestingurinn er prjónaður ofanfrá og niður. Fyrst er bakstykkið prjónað fram og til baka og svo hvor hluti framstykkis fyrir sig, þar til öll stykki eru sameinuð við handarkrika. Þaðan er áfram prjónað fram og til baka þar til kemur að klofstykki. Þá er tengt í hringt.
Skálmar eru prjónaðar í sitt hvoru lagi. Tölulistar og kantar við handveg eru prjónuð síðust.
Sniðið á samfestingnum er nokkuð rúmt og hann mun því geta nýst eigandanum lengi þar sem hann stækkar bara með honum :)
STÆRÐIR
3-6 mán / 6-12 mán / 1-2 ára / 2-3 ára / 3-4 ára
UMMÁL
50 / 52 / 59 / 62 / 65 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
200 / 200 / 250 / 300 / 350 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm nr. 3,0 og 4,0
Sokkaprjónar nr. 3,0, 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
6-8 tölur
Skæri, nál
Hjálparband eða -nælur til að geyma lykkjur