Í Sóleyjar línunni eru buxur, peysa og tvær húfur – af því að sumir vilja „venjulega“ húfu, en aðrir vilja kjusu.
Tvenns lags útfærslur eru á mynstrinu þannig að hver og einn getur valið það sem þeim líst betur á.
Húfan er prjónuð í hring með mynsturrönd (útfærsla A eða B) að framan. Með úrtökum og útaukningum fær húfan þetta fallega og sígilda lag sem alltaf er svo vinsælt og hentugt. Böndin eru svo prjónuð í lokin.
*** Ef keyptar eru 2 uppskriftir úr Sóleyjar línunni fylgir þriðja uppskriftin frítt með. Ath. að setja þarf allar þrjár í körfuna, afslátturinn reiknast sjálfkrafa við greiðslu ***
GILDIR EKKI MEÐ ÖÐRUM TILBOÐUM
STÆRÐIR
Fyrirburar / Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán
UMMÁL
31, 34, 36, 38, 40 cm
GARN
Woolly light frá Jord Clothing (fæst hjá frostknit.is) eða það garn sem passar prjónafestunni.
50 gr í öllum stærðum
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, lengd valfrjáls # 3,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
Skæri, nál