Þetta er hefðbundin íslensk lopapeysa sem hentar við margs konar tilefni eins og allir þekkja.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Bolur er prjónaður í hring, ermar eru því næst prjónaðar í hring og svo upp á bolinn og þá er mynstur prjónað skv. mynd. Í lokin er lykkjað saman undir höndum.
STÆRÐIR
XS – S – M – L – XL - XXL
UMMÁL
89 – 93 – 98 – 102 – 107 - 117 cm
GARN
Léttlopi eða sambærilegt.
Aðallitur: 300 - 350 - 350 - 400 - 500 - 550 gr
Mynsturlitur 1: 50- 50 – 50 – 50 – 100 - 100 gr
Mynsturlitur 2: 50- 50 – 50 – 50 – 100 - 100 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm
PRJÓNAR
Hringprjónar # 3,5 og 4,5
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,5
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál
4 hjálparbönd eða -nælur