Þessi húfa er með sama einfalda mynstrinu og er í Tímamót barnapeysunni.
Húfan er prjónuð í hring neðan frá og upp. Eyrnaskjól og bönd eru prjónuð síðast.
STÆRÐIR
3-6 mán / 6-12 mán / 1-2 ára / 3-4 ára / 5-6 ára
UMMÁL
35 / 38 / 40 / 42 / 44 cm
GARN
Supersoft frá Lana Gatto eða það garn sem passar prjónafestunni (allt garn í DK grófleika hentar í þessa uppskrift).
Innan við 50 gr í hvorum lit í öllum stærðum (u.þ.b. 20 gr í minnstu stærð og 40 gr í stærstu).
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 3,5
Sokkaprjónar # 3,5
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
23 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál