Uppskriftin er gefin upp fyrir tvennskonar grófleika af garni; annars vegar fínt garn á prjóna nr. 3,0 og hins vegar milligróft garn á prjóna nr. 4,0. Feitletraðar tölur í uppskriftinni eiga við um grófara garnið.
Kjusan er fyrst prjónuð fram og tilbaka með garðaprjónskanti neðst og einföldu mynstri yfir kollinn. Áður en kemur að úrtöku í hnakka er tengt í hring.
Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef prjónfesta þín er önnur gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, og einnig ef þú notar aðra garntegund.
STÆRÐIR
Nýburar, 0-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán
UMMÁL
28, 30, 32, 34 cm
GARN
Woolly light / Woolly frá Jord Clothing
Innan við 50 gr í öllum stærðum (ca 20-45 gr)
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónn 40 cm nr 2,5 og 3,0 / 3,5 og 4,0
Sokkaprjónar nr 2,5 og 3,0 / 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
28 L = 10 cm á prjóna 3,0 / 22 L = 10 cm á prjóna 4,0
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál