Vettlingarnir eru prjónaðir í hring, frá stroffi og fram. Stroffið er víðara fyrst og þrengist svo um úlnlið. Aukið er út fyrir þumaltungu og þegar því er lokið eru þumallykkjur settar á hjálparband eða nælu og belgurinn prjónaður í hring þar til kemur að úrtöku.
Þumallykkjur eru því næst settar uppá prjónana aftur og þumallinn prjónaður í hring.
STÆRÐIR
12-18 mán / 2-4 ára / 5-7 ára
GARN
Hvaða garn sem er í DK grófleika (gefið upp fyrir prjóna nr. 4,0)
Innan við 50 gr í öllum stærðum
Athugið að ef garn í öðrum grófleika er valið hefur það áhrif á stærð vettlinganna
PRJÓNAR
Sokkaprjónar # 3,5
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Hjálparband
Skæri, nál