Fallegur og praktískur hálskragi sem hentar við öll tilefni.
Kraginn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst er stroffið í hálsinn prjónað í hring. Mynstur er prjónað í hring með útaukningum yfir axlir áður en stykkinu er skipt í fram-og bakstykki, sem prjónuð eru fram og til baka. Í lokin er prjónaður stroffkantur meðfram öllu stykkinu. Prjóna þarf upp lykkjur í hliðunum þegar kanturinn er gerður.
STÆRÐIR
1-3 ára / 3-5 ára / 5-7 ára
GARN
Lana Gatto Supersoft (50 gr = 125 mtr) eða annað garn í DK grófleika (gefið upp fyrir prjóna nr. 4,0).
100 gr. í öllum stærðum
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónn, 40 cm # 3,5 (gott að nota tvo en ekki nauðsynlegt)
Hringprjónn, 60 cm # 3,0
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Hjálparband
Skæri, nál