Buxurnar eru prjónaðar í hring, ofan frá og niður með mynsturrönd niður eftir hvorri skálm að utan verðu. Stuttar umferðir eru á bakstykki til að gera pláss fyrir bleiuna. Þegar kemur að klofstykki er aukið út fyrir klofbót og svo eru skálmar prjónaðar í hring, hvor í sínu lagi.
Skoðaðu aðrar uppskriftir í þessari línu, og notaðu afsláttarkóðann VINKONA til að fá 10% afslátt ef þú kaupir 3 eða fleiri
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán
UMMÁL
41 / 44 / 48 / 52 / 56 cm
GARN
Rauma Babygarn (fæst hjá Ömmu mús), Sandnes Lanett eða annað sem passar prjónafestunni.
100, 100, 100, 100, 150 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm nr. 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar nr. 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
27 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Hjálparband eða næla
Skæri, nál