
Kjusan er prjónuð með mynstri fram og til baka til að byrja með, en áður er kemur að úrtöku í kolli þá er tengt í hring. Bönd eru prjónuð síðast og eru þau prjónuð uppá húfuna meðfram kantinum þannig að neðsti hluti hennar verður rúnnaður I-cord kantur
Skoðaðu aðrar uppskriftir í þessari línu, og notaðu afsláttarkóðann VINKONA til að fá 10% afslátt ef þú kaupir 3 eða fleiri
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán
UMMÁL ( HÆÐ)
29 / 31 / 31 / 34 / 35
(hæð: 14,5 / 15,5 / 15,5 / 17 / 17,5) cm
DÝPT
13 / 14 / 16 / 17,5 / 18
GARN
Rauma Babygarn (fæst hjá Ömmu mús), Sandnes Lanett eða annað sem passar prjónafestunni.
50 gr. í öllum stærðum
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 cm # 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
27 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál